mánudagur, febrúar 2

Hver er Víkarinn?

Hitti tvo Víkara í sömu versluninni á laugardaginn. Tökum bara einn í einu hérna.
Byrjum á þessum:

Hann er í miðjunni í systkinaröðinni. Hann er eldri en ég. Meðan hann átti enn heima í Bolungavík lék hann fótbolta með UMFB og ók Toyota bifreið. Hann lék venjulega á miðjunni en áður en hann hætti að sparka fyrir alvöru var hann farinn að gera það gott sem hafsent. Á yngri árum þótti mataræði hans svo fábreytt að eftir var tekið.

Hver er Víkarinn?

4 ummæli:

  1. Sæll Kalli,
    ég hef átt mér þann draum að skáka öðrum í hinnni víðfrægu getraun "Hver er Víkarinn" um langa stund. Ekki hefur mér tekist það enn og mér sýnist verða enn frekari bið á því.

    Ekki gef ég t.d. mikið fyrir þessar vísbendingar. Ég man ekki betur en flestir strákar á þessum tímum hafi spilað fótbolta með einum eða öðrum hætti og ekið um á 16V Toyota bifreið með vindskeið og töffaragati.

    Ennfremur datt mér í hug einn víkari meðan ég var að skrifa þetta. Hann fellur undir hvoruga skilgreininguna en mig langar að giska á hann Leif. Hvers son hann er veit ég ekki, en Leifur er/var ansi þrekinn og stór og man ég eftir honum í MÍ.

    Þetta er allavega heiðarlegt gisk!

    SvaraEyða
  2. Sennilega ertu að tala um Leifa, bekkjarbróður minn. Hann var snemma fullvaxinn og býsna stæltur og gervilegur. En hann gat aldrei neitt í fótbolta blessaður og þannig útlit fengu menn ekki af fábreyttu mataræði, ekki þá frekar en nú. Leifi át örugglega allan mat! Þetta er ekki rétt hjá þér.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus11:08 e.h.

    Mataræðið skilar einni tilgátu, sjáum til hvort fleiri sjá það sama og ég.
    Mamma.
    P.s. var mikið búðarráp á þér í þessari Stóru-Víkur ferð?

    SvaraEyða