þriðjudagur, febrúar 24

HVer er Víkarinn?

Það er orðið langt síðan ég hitti einhvern Víkara til að setja í þennan spurningaleik. En um daginn sá ég hjón í Bónus. Ég þekki þau svo sem ekkert og var ekkert að rjúka til þeirra til að heilsa upp á þau. En mér sýndist á svip konunnar að hún kannaðist við mig.

Þau eiga fjóra krakka, bæði stráka og stelpur. Ein dóttir þeirra er á mynd utan á bæklingi frá norðlenskum lífeyrissjóði sem dreift var í hús hér í bæ á haustmánuðum. Ég taldi mig alla vega kannast við svipinn.

Maðurinn er orginal Bolvíkingur. Skyldur öðrum hverjum manni í Víkinni, þ.á.m. Hannesi Má og Bogga. Hún er Ísfirðingur að uppruna.

Hver eru þessi hjón.

3 ummæli:

  1. Nafnlaus8:38 f.h.

    Ég ætla að skjóta á Víði Jónsson og Jónu.....

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:19 f.h.

    ohh ég var með þetta!

    SvaraEyða
  3. Rétt hjá Þresti Erni.

    SvaraEyða