þriðjudagur, desember 16

Hver er Víkarinn?

Þessi þraut er erfiðari en sú síðasta. Og nú mega foreldrar mínir og systkini ekki taka þátt í leiknum. Ég var nefnilega búinn að segja þeim frá þessum Víkara.

Ég hitti sko Bolvíking á dögunum sem ég þekkti nú varla við fyrstu sýn. Hann átti greinilega jafnerfitt með að þekkja mig. Svo langt er síðan við höfum sést. En eftir að hafa horft með undarlegum svip hvor á annan í nokkrar sekúndur spurði ég hann hvort hann væri ekki örugglega X. „Jú, jú", sagði hann. „Og ert þú ekki bróðir hans Atla?" Í þessari spurningu hans felst helsta vísbendingin.

Þessi Bolvíkingur er ekki frændi unga rakarans sem klippti mig á rakarastofunni í Hofsbót hér á Akureyri á dögunum. En sá rakari er af bolvískum ættum. En hálfbróðir X er hins vegar frændi rakarans. Þeir eru þremenningar.

Eins og hlýtur að vera ljóst þekki ég umræddan Bolvíking sáralítið, en ég þekki systur hans ágætlega.

Hver er X?

8 ummæli:

  1. Nafnlaus1:56 e.h.

    Er þetta Hannes Pétursson bróðir Einars Péturs
    kv
    Magnús Már Jakobsson

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:30 f.h.

    Getur verið að þetta sé Þorlaugur Gunnarsson bekkjabróðir okkar Atla

    kv
    Magnús Már Jakobsson

    SvaraEyða
  3. Flott hjá þér Maggi Már. Þessi var nefnilega erfið!

    Jú þetta var Þorlaugur, bróðir Gunnhildar, bekkjarsystur minnar úr Víkinni.

    SvaraEyða
  4. Kannski það sé best að skýra aðeins vísbendingarnar. Rakarinn sem klippti mig á dögunum sagði mér að hann væri barnabarn Kjartans Sumarliðasonar frá Bolungavík. Kjartan var bróðir Gauju Summ, móður Bjarna, stjúpa þeirra Þorlaugs og Gunnhildar.

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus5:15 e.h.

    Þú ert farinn að líkjast mömmu í ættfræðinni :)

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus5:53 e.h.

    Er það slæmt?
    mamma

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus10:33 e.h.

    Nei það er alls ekki slæmt :) Það væri mjög skrítið ef að við værum ekki frændrækin og vissum ekki hvernig fólk væri skylt okkur.

    SvaraEyða