mánudagur, nóvember 17

KR-Njarðvík

KR burstaði Njarðvík í körfunni í kvöld 103 - 48. Fréttir herma að Benedikt þjálfari KR-inganna hafi gert við þá samkomulag á æfingu í gær þess efnis að ef Njarðvíkingarnir skorðuðu fleiri en 70 stig myndu leikmenn þurfa að hlaupa eitt svokallað suicide fyrir hvert stig umfram þessi 70. Ef KR-ingarnir héldu Njarðvík undir 70 stigum skyldu þjálfarinn og aðstoðarmaður hans hlaupa. Það verður væntanlega tekið á því hjá Benedikt og hinum gaurnum þegar þeir fara 22 ferðir á næstu æfingu.

5 ummæli:

  1. Nafnlaus11:04 e.h.

    Það er naumast að Holtastígurinn er orðinn vel að sér í því sem gerist hjá KR í körfunni...Kj

    SvaraEyða
  2. Inside information - Atli Freyr, sjáðu til!
    Nei, nei. Þetta var nú bara í útvarpinu akkúrat þessar fimm mínútur sem ég heyrði þáttinn hans Henrýs kollega þíns í gær.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus5:53 e.h.

    Það hefur margsannast að það eru allir KR-ingar inn við beinið. Það bara vita það ekki allir. Sumir fara meira að segja grunlausir í gegnum lífið án þess að átta sig nokkuð á þessu. KJ er t.a.m. orðinn svona grá/hvítur.

    Atli Freyr

    SvaraEyða