mánudagur, nóvember 17

Helgin sunnan heiða

Jæja, við í Bleki og byttum lékum fyrir dansi um helgina. Nú var það Reykjavík, árlegt verkefni þar. Mér fannst þetta bara takast vel. Þuríður var gestasöngkona. Hún var eins frábær og venjulega. Þetta var á föstudagskvöldið. Á laugardaginn var ég svo áfram fyrir sunnan. Hjálpaði vini mínum við flutninga. Um kvöldið fórum við svo nokkur saman á tónleika rússneska Terem kvartettsins og Diddúar í Salnum í Kópavogi. Það var algjörlega frábært. Miklir snillingar þar á ferð.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus10:44 e.h.

    Það var ekkert verið að hringja í systur sína og hitta hana um helgina.
    Skilaðu kveðju í bæinn frá mér.

    SvaraEyða