Til að gleðja Heiðrúnu og Halla (og aðra Skagamenn - ef einhverjir eru ennþá í lesendahópnum) ætla ég að hafa hér nýjan lið. Eða öllu heldur lið sem ekki hefur verið boðið upp á mánuðum saman. Þetta er liðurinn Hver er Skagamaðurinn.
Ég hitti Skagamann. Við tókumst í hendur úti á bílastæðinu við Bónusverslunina á Akureyri, heilsuðumst og þökkuðum hvor öðrum fyrir síðast. Það er ekki nema rúmur mánuður síðan við hittumst við skemmtilegt tækifæri. Þessi maður á nokkra bræður og eina systur, að ég held. Þau eru alin upp í næsta nágrenni við Heiðargerðið þar sem ég bjó. Öll eru þau eldri en ég. Aðeins kannast ég við hann og yngsta bróður hans. Systur hans, mág hans og systurdóttur þekki ég aðeins betur, en enn betur þekki ég þó systurson hans sem býr nú í útlöndum.
er þetta ekki Alexander Högnason
SvaraEyðakv
Hannibal
Þetta ku vera Jón Arnar Sverrisson skólabróðir minn og vinur sem búsettur er á Dalvík.
SvaraEyðaSkagakona
p.s Hannibal: Alexander Högnason á enga bræður
Góður.
SvaraEyðaÞetta er Nonni.
Úps.. ég var bara allt of sein:S
SvaraEyðaVerð greinilega hér eftir að kíkja oft á dag á síðuna þína;o)
Getur verið að Skagakona sé nafna mín?
Það er kannski næsta getraun...he,he
En kæmpe krammer til dig..
Heiðrún
Ég held að Skagakona þekki alla vega nöfnu þína reglulega, reglulega vel. Var búinn að komast svo langt í að leysa þá ráðgátu.
SvaraEyðaSkagakonan er kona. Hún þekkir hins vegar Nonna reglulega, reglulega vel.
SvaraEyða