föstudagur, september 26

Hver er Vikarinn?

Hann á yngri bræður og átti heima í efri hluta bæjarins. Starf hans tengist þjónustu sem við þurfum flest að nýta okkur annað slagið. Þeir sem starfa við þá þjónustu hefja framhaldsnám sitt gjarnan í grunndeild málmiðna. Ef ég nefni nokkrar frænkur hans gætu það verið konur eins og Halldóra Sigurgeirs, Magga Lilja, Sigrún Pálma og Svala Jóns.
Hver er Víkarinn?

5 ummæli:

  1. Nafnlaus8:58 f.h.

    Ég ætla að skjóta á Axel bróðir minn.

    SvaraEyða
  2. Já, það er rétt hjá þér Elmar Ernir. Ég sem átti alveg eftir að minnast á þig. Þín hefði verið getið í næstu vísbendingu.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus10:16 f.h.

    Nú ég hefði þá átt að bíða lengur! Hvernig hefði sú vísbending hljómað?

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus5:28 e.h.

    Ég bið að heilsa Axeli næst þegar þú hittir hann.
    Ég er að hugsa um að skella mér austur eftir tvær vikur og hlakka þá til að hitta ykkur í leiðinni.

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus10:29 e.h.

    Er ekkert að frétta að norðan?

    SvaraEyða