mánudagur, ágúst 11

Aumingi

Lag sem ég tók þátt í semja fyrir mörgum árum er komið út á Netinu. Lagið er reyndar eftir Einar Viðars, en textann gerðum við í sameiningu, ég, hann og Claxton. Nú hafa þeir dustað af þessu rykið og gert nýja og endurbætta útgáfu fyrir Írska daga á Akranesi. Það er búið að breyta sumu í textanum og setja alveg nýtt beat í lagið. Mér finnst þessi útgáfa nú ekki til bóta. En það er kannski bara vegna þess að ég er ekkert með í þessari útgáfu. Mér finnst orginallinn skemmtilegri. Ég er reyndar hrifinn af því í þessari útgáfu þegar Ingi aumingi er látinn drepast áfengisdauða á þorrablóti og rústa ættarmóti með aumingjalegri hegðun og fylleríi. Það er mjög dæmigert fyrir þessa manngerð sem við vorum að lýsa í þessu kvæði.

Ég vissi ekki einu sinni af þessu fyrr en nýlega þegar mér var bent á að þetta væri geymt á Internetinu. Smellið á fyrirsögnina til að komast á rétta slóð. Hlustið endilega á þetta. Það hljóta að rigna inn aurarnir fyrir þetta von bráðar. Glætan!
Þetta er sem sagt Abbababb, greinilega ásamt Hallgrími Ólafssyni sem stundum skrifar komment hérna á síðuna..

2 ummæli:

  1. Nafnlaus1:33 f.h.

    Man vel eftir þessu lagi, alltaf gaman að heyra það.
    Hlakka til að hitta ykkur á helginni.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:00 e.h.

    Óskaðu Grétu til hamingju með inngönguna í myndlistaskólann. Gaman að Akureyringum er að fjölga. Búin að búa hér í tæp 7 ár núna, fín millistærð eftir stressið í borginni. Ef ykkur leiðist þá bý ég á brekkunni, kíkið endilega í kaffi.
    Kv Hulda Péturs.

    SvaraEyða