þriðjudagur, júní 3

Gott útvarp

Það er verið að fjalla um eina af uppáhaldshljómsveitum mínum í sérstökum útvarpsþáttum á Rás 2 þessa dagana. Það er gamall skólabróðir minn sem hefur umsjón með þáttunum. Þetta er að sjálfsögðu Ný dönsk og Gulli Jóns. Mér finnst Gulli vinna þættina sérstaklega vel. Viðtölin eru góð og hann kemur með flotta vinkla í umfjölluninni um hljómsveitina. Gulli hefur alla tíð verið mikill aðdáandi þessarar hljómsveitar og gerði örugglega þátt um hana í Fjölbrautarskólaútvarpinu Blóminu, ef mig misminnir ekki. Þeir voru virkilegir aðdáendur Ný dönsk, hann og vinur hans, Gunnar Hjörtur. Það er hægt að hlusta á þættina á heimasíðu RÚV og hlusta næsta sunnudag. Ég held að það séu tveir þættir eftir.

3 ummæli:

  1. Nafnlaus4:23 e.h.

    Gaman að lesa þetta. Hef ekki haft tækifæri til að hlýða á þættina, en las þó yfir handritið að þeim fyrir Gulla og leist vel á.

    Gaman að þessu.

    Orri.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus7:28 e.h.

    Við hjónin hlýðum saman á þættina hans Gulla og höfum mikið gagn og gaman af.

    Heiðrún

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus10:13 e.h.

    Já hann er alveg með þetta drengurinn og fer skemmtilega leið að þessu öllu saman, sérstakega viðtölin við meðlimi sveitarinnar.

    SvaraEyða