Nú mun líklega ekkert gerast á þessari síðu fyrr en eftir mánaðamótin. Ég ætla að skreppa aðeins norður í land í dag og til baka á morgun. Annað kvöld leik ég með Sólmundi og einhverjum trommara sem hann þekkir í brúðkaupsveislu í Keflavík. Þar ætla ég að gista og fara svo beint á flugvöllinn. Ég flýg til Minneapolis og svo þaðan til San Fransisco. Þar gisti ég yfir blánóttina og hitti svo samnemedur mínu, þá Darren og Todd, á mánudaginn og ætla að verða þeim samferða til Santa Cruz.
Svo verður bara spilað og spilað og hlustað og hlustað í 6 daga. Svo lendi ég aftur í Keflavík snemma morguns daginn sem ég verð 35 ára. Hafið það gott.
Góða skemmtun og gangi þér vel Kalli minn.
SvaraEyðaÉg verð á Ítalíu daginn sem að ég verð 35 ára.
Bestu kveðjur,
Heiðrún
Kalli minn!
SvaraEyðavelkominn heim og til lukku með árin þrjátíu og fimm.
Kveðja frá litla og stóra málaranum.
Til lukku með daginn Kalli, Skrapp á heilsó áðan og fékk að vita af deginum.
SvaraEyðaKv Gunna Gumma Hassa
Til hamingju með daginn kæri bróðir :)
SvaraEyðaTIl hamingju með daginn og velkominn heim. Þá byrjar vinnan strax og ákvörðun tekin um kvartetts æfingu í Laugarási 2. júlí :) heyri í þér
SvaraEyðakv. Ósk
Til hamingju með daginn karlinn.
SvaraEyðaÞað er svakalegt að sjá hvað þú eldist illa.!
Njóttu dagsins og velkomin til landsins aftur.
Kv. Gummi Arngrímss
Til hamingju með daginn frændi.
SvaraEyðaKv.Anna Svandís