föstudagur, júní 20

Farinn westur

Nú mun líklega ekkert gerast á þessari síðu fyrr en eftir mánaðamótin. Ég ætla að skreppa aðeins norður í land í dag og til baka á morgun. Annað kvöld leik ég með Sólmundi og einhverjum trommara sem hann þekkir í brúðkaupsveislu í Keflavík. Þar ætla ég að gista og fara svo beint á flugvöllinn. Ég flýg til Minneapolis og svo þaðan til San Fransisco. Þar gisti ég yfir blánóttina og hitti svo samnemedur mínu, þá Darren og Todd, á mánudaginn og ætla að verða þeim samferða til Santa Cruz.

Svo verður bara spilað og spilað og hlustað og hlustað í 6 daga. Svo lendi ég aftur í Keflavík snemma morguns daginn sem ég verð 35 ára. Hafið það gott.

7 ummæli:

  1. Nafnlaus2:39 e.h.

    Góða skemmtun og gangi þér vel Kalli minn.

    Ég verð á Ítalíu daginn sem að ég verð 35 ára.

    Bestu kveðjur,
    Heiðrún

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:15 f.h.

    Kalli minn!
    velkominn heim og til lukku með árin þrjátíu og fimm.
    Kveðja frá litla og stóra málaranum.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus10:20 f.h.

    Til lukku með daginn Kalli, Skrapp á heilsó áðan og fékk að vita af deginum.

    Kv Gunna Gumma Hassa

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus6:10 e.h.

    Til hamingju með daginn kæri bróðir :)

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus7:22 e.h.

    TIl hamingju með daginn og velkominn heim. Þá byrjar vinnan strax og ákvörðun tekin um kvartetts æfingu í Laugarási 2. júlí :) heyri í þér
    kv. Ósk

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus8:34 e.h.

    Til hamingju með daginn karlinn.
    Það er svakalegt að sjá hvað þú eldist illa.!

    Njóttu dagsins og velkomin til landsins aftur.

    Kv. Gummi Arngrímss

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus1:58 e.h.

    Til hamingju með daginn frændi.
    Kv.Anna Svandís

    SvaraEyða