þriðjudagur, maí 6

Hver er Víkarinn (önnur vísbending)?

Þessi Víkari starfar sem sagt við gamla og virðulega stofnun í Reykjavík. Þar er hann sviðsstjóri.
Fyrir ofan skrifborð eitt í Bolungavík eru tveir myndarammar með myndum af unglingum sem einhverntíma störfuðu á þeim „vinnustað". Þessar myndir hafði ég oft fyrir augunum þegar ég var púki sjálfur. Þarna er mynd af þessum frænda mínum, skælbrosandi. Þar er líka mynd af Bjarna móðurbróður mínum, Jóni Guðna frá Sólbergi, Gumma Bern, Agnari Gunnarssyni og nokkrum fleiri strákum.

Hver er Víkarinn?

4 ummæli:

  1. Nafnlaus11:37 f.h.

    Þetta er orðið of tengt manni, ég ætla að bíða aðeins með að svara, vona að einhver fatti þetta :)
    Martha Kristín

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:08 e.h.

    Sæll Kalli.

    Getur verið að þetta sé Egill Hraunbergs og Helgu Svönuson.

    SvaraEyða
  3. Jú, auðvitað er þetta hann.

    SvaraEyða