mánudagur, mars 17

Varað við

Fyrir fáeinum árum fórum við Atli bróðir báðir vestur til foreldra okkar og unnum hjá pabba í málningarvinnu sumarlangt. Það vakti athygli okkar bræðranna að litla systir okkar, sem bjó þá á Vopnafirði, og mamma töluðu daglega saman í síma, stundum oftar en einu sinni á dag. Atli er oft snöggur upp á lagið og getur verið orðheppinn. Þegar Dóra sysir var komin vestur í heimsókn lagði hann t.a.m. til að Símanum yrði send afkomuviðvörun!

2 ummæli:

  1. Nafnlaus8:05 e.h.

    Þetta er ekta Atli !

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:15 e.h.

    Ætla að gera viðvörun núna þar sem ég er á leiðinni vestur í 4.daga :) Ég mæti auðvitað í afmælið hjá prinsinum á mánudaginn.
    Hlakka til að sjá ykkur þá.

    SvaraEyða