laugardagur, mars 8

Vífill í útvarpinu

Af bloggsíðu Mána Atlasonar:

„Vífill fór svo í útvarpsviðtal við þessa hollensku útvarpsstöð sem vildi vita hvort hann sæti nú í fangelsi fyrir að hafa gert at í heimasíma George Bush. Vífill sagðist ekki vera í fangelsi. Í viðtalinu kom svo þessi samtalsbútur fyrir:

Hollenskur útvarpsmaður: "Ég las einhvers staðar að Íslendingar væru hamingjusamasta þjóð í heimi. Mér heyrist þú ekki vera í mjög góðu skapi, hvers vegna ekki?"

Vífill: "Það er nú ekki neitt. Ég las að hollenskar konur eru þær hávöxnustu í heimi að meðaltali!"

*Þögn...*


Þetta fannst mér gríðarfyndið. Annað fyndið sem hefur komið upp í viðtölum Vífils við erlenda fjölmiðla var í viðtali við útvarpsstöð á Flórída. Þar var samtalið einhvern veginn svona:

Flórídanskur útvarpsmaður: "Are you known in your school or hometown for being a prankster or funny?"
Vífill: "No, but I once made a rather funny joke. Do you want to hear it?"
Flórídanskur útvarpsmaður: "Yes..."
Vífill: "Once there was a very small man walking with another very small man. On their way they met a rather curious man. The curious man asked them "Why are you so small?". Then the small men said "We went together to a supermarket!""

*Löng þögn....*

Vífill: "It is playing with words, it is very funny in Icelandic."


Fyrir þá sem ekki fatta þá er brandarinn á íslensku þannig að sá forvitni spyr þá litlu hvers vegna þeir eru svona litlir og þá segja þeir "Við skruppum saman út í búð!" "


Ég átti til með að deila þessu með ykkur.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus8:56 e.h.

    Þú máttir til, kennari góður. :)

    SvaraEyða