mánudagur, janúar 28

Tórum

Systir mín hringdi í mig. Hún hélt að það hlyti að vera eitthvað að úr því ég hafði ekki skrifað færslu í nokkra daga.
Það er sem sagt allt í lagi með okkur öll. Reyndar hafa yngri krakkarnir verið veikir dögum saman. En eftir að þeir fengu lyfjameðferð hafa þeir smám saman verið að ná heilsu. Fóru í leikskólann í dag og hvaðeina.

Hér hefur snjóað eins og annars staðar á Suðurlandi. Færðin hefur verið heldur leiðinleg af þeim völdum. Skólanum var meira að segja aflýst tvo daga í vikunni sem leið.

Þorrablótið er afstaðið. Það var þrælskemmtilegt.

Haldiði að það yrði bein útsending frá sveitarstjórnarfundi hér í Bláskógabyggð ef það yrðu meirihlutaskipti á miðju kjörtímabili?

3 ummæli:

  1. Nafnlaus10:04 f.h.

    Ég sé það nú ekki gerast að það yrði bein útsending annars staðar frá en Reykjavík þegar svona gerist. Svo er enn verið að tala um þetta í fréttunum, viku eftir að þetta gerist. Ég er orðin svolítið þreytt á borgarstjórninni í Reykjavík ef að ég á alveg að segja þér eins og er...

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus12:48 e.h.

    Eðlilega ekki, nei.

    Ég held þó að sveitungar þínir myndu hegða sér betur á pöllunum en borgarskríllinn.

    SvaraEyða