þriðjudagur, janúar 29

Hver er Vikarinn?

Það er orðið langt síðan ég hitti Bolvíking á förnum vegi. Ég er hreinlega farinn að finna fyrir fráhvörfum vegna þess að ég hef ekki skrifað lengi lengi færslu undir fyrirsögninni „Hver er Víkarinn?" Þess vegna verður núna færð á síðuna spurning um hvaða Víkara ég fann á Skype í gærkvöldi.

Við feðgar vorum að tengjast veröldinni með þessum snilldarbúnaði á dögunum. Ef þið viljið slá á þráðinn erum við þarna undir nafni Hákonar Karlssonar.

En Víkarinn sem ég hringdi til í gær:

Þessi Bolvíkingur er Víkari í báðar ættir og raunar eru báðir foreldrar hans það líka. Þess vegna er það svo að í frændgarði
hans er annar hver íbúi staðarins. A.m.k. fjórir í gamla bekknum mínum eru þeim hópi.

Hann náði góðum árangri í mörgum íþróttagreinum á uppvaxtarárunum.

Hann lærði á hljóðfæri.

Hver er Víkarinn?

3 ummæli:

  1. Nafnlaus10:01 e.h.

    Þú þarft greinilega að bregða undir þig betri fætinum og fara í Smáralinda eða það sem verra er Kringluna og þá rekstu ábyggilega á einhvern Víkara.
    Eigum við kannski að hittast þar á laugardaginn??

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus3:54 e.h.

    Hann er öruggleg ekki skildur mér.

    kv
    Hannibal

    SvaraEyða
  3. Nei, hann er liklega ekki náskyldur þér, en þið eigið marga sameiginlega frændur og frænkur.

    SvaraEyða