mánudagur, desember 3

Mugison í Bióhöllinni


Ég var að koma heim frá Akranesi. Við skelltum okkur á tónleika, ég, Hákon og Gabríel. Fyrst var súpa hjá Hildi Karen og Gunnari Hauki á Víðigrundinni. Þvílíkt góð súpa. Svo var farið í Bíóhöllina á tónleika með Mugison. Þetta voru æðislegir tónleikar. Frábær hljómsveit og gott sánd. Æðislegur listamaður með gott fólk í liðinu sínu.

Fyrir fimm árum voru fyrstu Mugison tónleikarnir haldnir á sama stað, í Bióhöllinni á Akranesi. Þá voru 17 gestir í salnum. Ég og þrír aðrir úr famelíunni, nokkrir Flateyringar, starfsfólk Bíóhallarinnar og svo tveir eða þrír aðrir Skagamenn. Það voru lika góðir tónleikar.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus9:37 f.h.

    Ég var svo fegin því að tónleikunum hans hérna í Árósum var frestað því að ég þurfti nauð að skreppa til Íslands akkúrat þegar að þeir áttu að vera.

    Ég vona að hann hætti nú ekki við að koma því að við erum búin að fjárfesta í disknum og líkar mjööög vel. Ég hlakka til að fara á tónleikana;o)

    Skilaðu kveðju í kotið Kalli minn

    Heiðrún

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:57 f.h.

    Ég var einmitt að hugsa það í gær hvort að þú myndir ekki skella þér upp á Skaga til að fara á tónleikana af því þú komst ekki með okkur Atla á Nasa. Það voru líka góðir tónleikar.

    SvaraEyða