Ég er að hlusta á útvarpsstöð sem haldið er út heima í Bolungavík í desember. Rögnvaldur hennar Elínbetar og Magga Hans og Biggi þeirra Olgeirs og Steffýjar eru að stjórna einhverjum þætti.
Þetta er útvarpsstöðin Lífæðin. Tóti Vagns er útvarpsstjórinn. Hann var lika með þessa stöð áður. Fyrir mörgum árum. Þá var hann með þetta í sviðsstofunni í skólanum. Sennilega oftar en einu sinni. Ég var einu sinni með þátt ásamt Hemma. Við vorum með alls kyns fíflaskap og tónlist. Húsmæður hringdu inn og svona. Svo einhverju sinni kom Venni með gítarinn og við spiluðum eitthvað flott og fínt í beinni. Gott ef Haukur Ástráðs lék ekki með okkur. Og kannski Einar Pétur líka. Ég man það ekki. En við tókum alla vega Violent Femmes slagara - það man ég. Hvort sem við lékum þetta bara tveir eða hvort fleiri voru með.
Mér finnst gaman að eiga kost á því að hlusta á þetta útvarp. Það á ég alveg örugglega eftir að gera aftur nú á aðventunni.
Hvar er hægt að hlusta á Lífæðina?
SvaraEyðaDude, hann heitir Haukur Ástvalds! Haukur verður ekki glaður að lesa þetta. Fyrsta sem kemur annars uppí hugann þegar ég hugsa um Hauk er hinn svaðalega fallegi 12 strengja Rickenbacker gítar sem hann átti. Þeir voru annars ljúfir, KY tímarnir.
SvaraEyðaGott ef þetta er ekki á svipuðum nótum hjá Rögnvaldi og Bigga eins og var hjá ykkur Hemma??
SvaraEyðaJú auðvitað heitir hann það. Ég þekki hann ekkert. En Ástvaldi pabba hans kynntist ég hins vegar þegar ég var í MÍ. Ég hefði átt að vita þetta. Afsakið þetta.
SvaraEyðaHaukur átti ekki bara þennan flotta gítar því hann átti líka eiginhandaráritun Gordons Gano eða hvað hann hét aðalgaurinn í Violent Femmes.
Dóra, það er linkur á www.víkari.is, uppi í horninu hægra megin.
SvaraEyðaGordon Gano, ég þekki hann! Ég afgreiddi hann með fullt af ljóðabókum og góðu stöffi í Bókabúð Máls og menningar um árið, spjallaði við hann og gat þá sagt honum að ég væri í hljómsveit sem myndi hita upp fyrir bandið hans á Broadway þetta sama kvöld. Þeir voru furðu góðir miðað við að þeir væru að spila lagið Blister in the sun 20. árið í röð. Þetta lag er þeirra Stairway to heaven.
SvaraEyðaKY tímarnir! Ég bilast, Kriss í nostalgíukasti.
SvaraEyðaég er ekki frá því að ég hafi verið viðstaddur þessa útsendingu og palli einars á bassa.
SvaraEyðaútsendingin var tekinn upp á VHS...bara hljóðið sko