1. vísbending
Ég hitti Víkara í dag. Konu. Ég var að versla, hún var að vinna. Ég kannaðist við hana og hún kannaðist við mig. Hvorugt mundum við þó nafn hins á því augnabliki sem við stóðum þarna. En ættarmótið (eins og það heitir örugglega) leynir sér ekki í henni. Ég vissi vel hver hún var. Ég man eftir henni þegar ég var púki. Hún á hóp systkina en ekkert þeirra býr lengur í Bolungavík.
Hver er Víkarinn?
Varstu í Stóru-Víkinni eða hvað??
SvaraEyðaNei, ég skrapp bara í kaupstað.
SvaraEyðaLaufey Karlsdóttir
SvaraEyðaBeggi býr enn heima, við þurfum aðra vísbendingu.
SvaraEyðaÉg hefði nú munað eftir nafni Laufeyjar. Hún var samstarfsmaður minn í Grundaskóla í 4 vetur.
SvaraEyðaSæll Kalli, les oft bloggin þín en hef aldrei commentað.
SvaraEyðaEr þetta nokkuð Kristrún Jóns málara.
Sólveig S.