fimmtudagur, desember 6

Dagbokin

Það er nóg að gera á heimilinu þessa daga. Hringur er búinn að vera veikur frá því síðasta föstudagskvöld, Perla María hefur líka verið lasin.

Hákon á afmæli á morgun, verður 10 ára. Það er mikill áfangi. Hann býður bekkjarbræðrum sínum heim eftir skóla á morgun. Á sunnudaginn er von á ættingjum til að fagna afmælinu.

Á laugardaginn er svo stóri dagurinn hjá mér þegar Skálholtskórinn heldur hina árlegu Aðventutónleika. Það er búið að vera að æfa og æfa og allt að verða klárt. Þetta er mjög hátíðlegt og flott. Full kirkja af fólki og falleg tónlist í flottum hljómi kirkjunnar.

Svo verður partí um kvöldið.

3 ummæli:

  1. Nafnlaus9:16 f.h.

    1. Hjartanlegar hamingjuóskir til Hákonar, ótrúlega stutt síðan að við fórum á Ísafjörð til að skoða barnabarn nr. 2.

    2. Gaman hefði verið að vera með ykkur í Skálholti en gott að ylja sér við ógleymanlega kvöldstund fyrir 2 árum.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus2:20 e.h.

    Til hamingju með drenginn.
    Hlakka til að sjá ykkur á sunnudaginn.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus6:44 e.h.

    sko almennilegt partý!! er það ekki

    SvaraEyða