fimmtudagur, nóvember 8

Lagalistinn

Það þarf ekki alltaf mikið til að gleðja mann. Lagalisti sem lá inni í bílskúr heima hjá mér þegar ég kom heim úr vinnunni gladdi mig til að mynda alveg heilmikið. Hann lá þarna þessi listi innan um magnarana sem ég á og rafmagnsgítarinn og bassann. Ég hafði ekki verið að æfa mig.

Svona er listinn:
Barfly, Stun gun, Grace Kelli, Teikid eysi, Lolibob, Rock you, Anederone bast the dast, Dont stop Me nav.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus10:00 e.h.

    Hvort var það Hákon eða Gréta sem voru að hlusta á þessi lög? Það getur varla hafa verið þú ;)

    SvaraEyða
  2. Það var enginn að hlusta!
    Ég held að það sé búið að stofna hljómsveit.
    Og mér finnst þetta allt saman fín lög.

    SvaraEyða