sunnudagur, nóvember 18

Hver er Víkarinn? 2. visbending

Önnur vísbending er stutt. Ég er að gefa vísbendingar um það hver bolvíska konan er sem ég hitti í Reykjavík á föstudagskvöldið.

Sú var tíðin að öll bolvísk börn kynntust pabba hennar. Ég var þeirra á meðal.
Klukkan er 21:43 og ég var að horfa á náfrænda hennar í Ríkissjónvarpinu.

Hver er Víkarinn?

5 ummæli:

  1. Nafnlaus4:03 e.h.

    Nú held ég að tími sé kominn til að upplýsa að hún var kennd við bæinn sem hún var frá (á meðan hún bjó heima)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus5:06 e.h.

    Helga á Hóli.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus5:08 e.h.

    þetta átti að vera Anna Svandís :)

    SvaraEyða
  4. Þar kom það.
    Ég hitti Helgu á Hóli.

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus8:01 e.h.

    Helga á Hóli, Kæja á Hóli, Siggi, Hreinn og Gunna á Gili, Bogi í Tungu, Munda á Ósi, Bragi á Hanhóli, Nonni og Lalli í Meiri-Hlíð,Björg og Beta á Sólbergi, mikið var þetta skemmtilegt að kenna fólk við bæinn sinn eða húsið og svo þetta að kenna fólk við föður eða móður, þeir bræður Lalli Fjólu, Halli Fjólu og Víðir Ben , Alli og Halli Kitta Júlla, þú gætir verið Kalli Halla Kitta Júlla, hvernig litist þér á það, ég verð auðvitað bara áfram Stína Halldórs. En skemmtilegast var þó Ninna Ólafs, það var Ninna dóttir Gumma Rós og Lilju Ólafs.

    SvaraEyða