fimmtudagur, október 18

Hver er Víkarinn?

Ég var næstum búinn að gleyma þessu. Ég hitti Bolvíking í gær og það var bara í vinnunni. Ég hef hitt hann árlega síðan ég flutti hingað austur. Hann þjónustar okkur sveitamennina með sérstökum hætti. Hann vissi vel að pabbi og mamma væru að koma heim frá útlöndum í gær. Foreldrar hans höfðu sagt honum það. Einn vetur var hann kennarinn minn, ekki þó umsjónarkennari.

Hver er maðurinn?

3 ummæli:

  1. Nafnlaus9:30 e.h.

    Kalli minn.Við erum komin heim (ef þú skyldir ekki vita það!!) þessi maður fylgist greinilega betur með en þú, sá að þú hafðir hringt heim 4. okt.!!
    Kveðja í bæinn, mamma þín.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:56 e.h.

    Hvar var hann að kenna þér? Giska á að þetta sé sonur Óla málara, Davíð Ólafsson.

    SvaraEyða
  3. Rétt svar hjá Dóru.
    Já, mamma, og svo hringdi ég til þín í vinnuna líka. ég held það hafi bara hresst fólkið þar sem vissi að þú hafðir verið hjá mér í heimsókn 2 dögum áður.

    SvaraEyða