Ég var að fylgjast með þætti í sjónvarpinu þar sem Ólöf Arnalds lék og söng lögin sín. Svakalega fannst mér hún flinkur gítarleikari. Það er alveg makalaust hvað það eru margir krakkar að koma fram á sjónarsviðið sem kunna svona líka ofboðslega vel að spila á gítar. Gaman af því.
Smá ættfræði. Ólöf Arnalds og Stefán Andrésson Arnalds Ráðhildarson bolvíkingur eiga sömu ömmuna, Ásdísi, sem svo aftur er systir ömmu minnar!
SvaraEyðaÞetta vissirðu ekki, en veist þó glettilega margt!
kveðja,
Dóri Magg
Meiri ættfræði, Ólöf Arnalds er systir Dagnýjar Arnalds sem er sambýliskona Kristjáns Torfa Einarssonar (Einars Odds) og er ekki kona Guðmundar Daðasonar eitthvað af þessari ætt líka??
SvaraEyðaMeiri ættfræði??
Þessi fróðleikur frá HEmm skýrir nú ýmislegt. Ég þekki nefnilega þennan Stefán. Við fórum í mörg ferðalög saman til að keppa undir merkjum UMFB þegar við vorum púkar. Sá prúði piltur gat þá stundum umbreyst í hinn mesta fjörkálf og fíflaskapurinn gat orðið gríðarlegur. Ekki svo ósvipuð hegðun og ég kynntist seinna þegar ég lék fótbolta með Pétri Magg, litla bróður Dóra Magg. Það er sem sagt fjör í þessu blóði.
SvaraEyðaMaður sér það líka á líkamvexti þessara frænda að þeir eru náskyldir.
SvaraEyðakv
Hannibal
Kona Gumma er Ásdís og á sömu ömmuna og Stebbi og Ólöf, Ásdísi eldri. kv. HáEmm
SvaraEyðaPétur Magg er ömurlegur gítarleikari
SvaraEyða