mánudagur, september 24

Hver er Víkarinn?

Síðasta getraun af þessu tagi í bili.

Mér fannst ég sjá enn einn Víkarann þegar ég var í Smáralindinni. Það er maður sem er á svipuðu reki og ég. Hann stundaði íþróttir. Alla vega sund, fótbolta og handbolta. Hann var nú svo sem enginn sérstakur afreksmaður á íþróttasviðinu. Mig minnir að hann sé örvfættur og örvhendur. Ég veit ekki hvar í veröldinni hann býr um þessar mundir.

Frændgarðurinn er stór. Bolvíkingar í báða leggi.
Hver er maðurinn?

4 ummæli:

  1. Nafnlaus8:54 e.h.

    Hefur hann stundað golf?

    SvaraEyða
  2. Góður!
    Nei, þetta er ekki Ómar Dagbjartsson.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus10:43 f.h.

    Róbert hans Jóns Alberts

    SvaraEyða