Ég þurfti að skreppa yfir heiði í dag. Í Kópavogi hitti ég fjóra Bolvíkinga. Þrjá í Smáralind, einn í sundlauginni í Salahverfinu. Einn þeirra sem ég hitti í Smáralindinni spjallaði ég við góða stund. Hann heimtaði að fá að vera sá sem spurt er um í leiknum skemmtilega - Hver er Víkarinn.
Spurt er um Víkara sem ég er sæmilega kunnugur.
Spurt er um Víkara sem gerir sér ferð í Smáralindina á laugardagseftirmiðdegi.
Hann les greinilega þessa síðu af og til.
Hann hefur búið í tveimur húsum í Bolungavík.
Ættir okkar koma ekki saman fyrr en í 6. lið - gegnum móður hans en föður minn. Formóðir okkar bjó í Grunnavík. Hún lést á nýársdag árið 1855.
Bara til að skjóta þá segi ég Stjáni Jón. Af hverju veit ég ekki :)
SvaraEyðakv. Dagný
Ómar Dagbjartsson
SvaraEyðaNei, Dagný.
SvaraEyðaNei, Hemmi hressi.
Hver hefur ekki skroppið í Smáralindina á laugardagseftirmiðdegi? Ég held að það séu ansi margir Víkarar.
SvaraEyðaGiska samt á Kristján Jóns.
Ótrúleg frammistaða Dóra!
SvaraEyðaÞú hafðir nánast engar vísbendingar.
En þetta er kórrétt hjá þér. Þessi langa langa langa langaamma okkar hét Guðríður Sigfúsdóttir og var fædd 1792.