laugardagur, september 22

Hver er Víkarinn?

Ég þurfti að skreppa yfir heiði í dag. Í Kópavogi hitti ég fjóra Bolvíkinga. Þrjá í Smáralind, einn í sundlauginni í Salahverfinu. Einn þeirra sem ég hitti í Smáralindinni spjallaði ég við góða stund. Hann heimtaði að fá að vera sá sem spurt er um í leiknum skemmtilega - Hver er Víkarinn.

Spurt er um Víkara sem ég er sæmilega kunnugur.
Spurt er um Víkara sem gerir sér ferð í Smáralindina á laugardagseftirmiðdegi.
Hann les greinilega þessa síðu af og til.
Hann hefur búið í tveimur húsum í Bolungavík.
Ættir okkar koma ekki saman fyrr en í 6. lið - gegnum móður hans en föður minn. Formóðir okkar bjó í Grunnavík. Hún lést á nýársdag árið 1855.

5 ummæli:

  1. Nafnlaus10:03 e.h.

    Bara til að skjóta þá segi ég Stjáni Jón. Af hverju veit ég ekki :)

    kv. Dagný

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus12:35 f.h.

    Ómar Dagbjartsson

    SvaraEyða
  3. Nei, Dagný.
    Nei, Hemmi hressi.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus8:40 f.h.

    Hver hefur ekki skroppið í Smáralindina á laugardagseftirmiðdegi? Ég held að það séu ansi margir Víkarar.
    Giska samt á Kristján Jóns.

    SvaraEyða
  5. Ótrúleg frammistaða Dóra!
    Þú hafðir nánast engar vísbendingar.
    En þetta er kórrétt hjá þér. Þessi langa langa langa langaamma okkar hét Guðríður Sigfúsdóttir og var fædd 1792.

    SvaraEyða