miðvikudagur, ágúst 22

Skólabyrjun

Þá eru komnir nemendur í skólann. Hákon kominn í 5. bekk. Perla María er 5 ára og verður í skólahópi í leikskólanum. Sá hópur kemur í grunnskólann einu sinni í viku í vetur og verður í tímum þar. Það er verið að venja börnin við herlegheitin. Hákon ætlar að halda áfram í hljóðfæranámi í Tónlistarskólanum, en hann mun skipta úr Suzuki-aðferðinni yfir í hina hefðbundnu leið. Perla María ætlar svo að byrja í Suzuki. Þau verða bæði á fiðlu. Ég verð að kenna tónmennt, bæði hér í Reykholti og að Laugarvatni. Gréta verður að kenna í leikskólanum. Hún hefur bætt við sig vinnu frá í fyrra. Verður fyrir hádegið alla daga og svo tvo heila daga. Svo verður hún áfram að sinna myndlistinni í bílskúrnum.

4 ummæli:

  1. Nafnlaus11:00 f.h.

    Gátu blessuð börnin ekki fundið sér eitthvað annað en fiðlu? Hljóðfærið það er svo ofboðslega erfitt að hlýða á í æfingaprósess byrjenda.

    Taugar mínar og músíkalitet verða sem þaninn fiðlustrengur við tilhugsunina.

    Það var nógu erfitt að hlýða á endalausar skalaæfingar á selló og þverflautu hjá fyrrum sambýliskonum. :)

    Nei, nei - raus er þetta í mér. Þetta er allt saman gott og blessað. :)

    SvaraEyða
  2. ÞAÐ ER EKKI TIL BETRA HLJÓÐFÆRI TIL AÐ ÞJÁLFA TÓNEYRAÐ.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus10:55 e.h.

    Það er reyndar rétt hjá þér, Kalli minn.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus4:04 e.h.

    Jú, básúna er líka ansi góð til að þjálfa tóneyrað....

    ... en það er ekkert að marka mig, ég vil gera alla að lúðrasveitanördum;o)

    Snorri byrjaði nú á fiðlu á sínum tíma og það var eiginlega alls ekki eins slæmt og ætla mætti.

    Gangi ykkur vel í vetur kæra fjölskylda. Þið hafið greinilega nóg fyrir stafni..

    Bestu kveðjur,
    Heiðrún Hámundar

    SvaraEyða