
Þá erum við komin úr kórferðalaginu. Við erum búin að sjá margt á Ítalíu og syngja víða. Hér er mynd frá tónleikum kórsins í kirkju í bænum Sorrento, sem er við Napolíflóann. Þessi borg þótti okkur Grétu fallegasta borgin sem við heimsóttum í ferðinni. Þaðan sigldum við svo til eyjarinnar Kaprí. Hún er líka einstaklega falleg.
Á hinni myndinni er tenórINN búinn að teikna upp ferðalagið okkar eins og það var skipulagt. Það skipulag stóðst eiginlega alveg. Á myndasíðuna eru komnar fáeinar myndir af okkur Grétu sem teknar voru á ferðalaginu.
Gréta byrjar að vinna í dag á leikskólanum og ég í grunnskólanum eftir tvo daga. Sumarið er liðið.
Velkomin heim, kæru vinir!
SvaraEyðaNú er tilhlýðilegt að feta í fótspor hins ítalska Caruzo og sofa til fjögur á daginn, þessa daga sem þú átt þar til skóli hefst. :)
Góður Orri, sofa til fjögur, Kalli kann ekki að sofa út.
SvaraEyðaNei, þeir eru ýmsir ósiðirnir sem hann Kalli okkar hefur ekki lært.
SvaraEyðaEnda með eindæmum vel upp alinn.