þriðjudagur, júlí 24

Dagbókarfærsla með mynd


Ég var að koma heim úr vinnu. Búinn að vera í 4 vikur við smíðar án þess að missa svo mikið sem fingur.
Í kvöld verður svo kóræfing.
Á morgun fer ég vestur með krakkana.
Svo áður en ég fer í kórferðalagið verð ég að ganga frá einu hljóðvinnsluverkefni sem ég tók að mér fyrir fólk sem var að opna aðstöðu til sýninga á hestum. Þegar það verður búið liggur leiðin til Milano, Rómar, Kaprí, Sikileyjar og fleiri staða á Ítalíu með þessu fólki sem er með mér á myndinni hér að ofan og nokkrum öðrum hressum Tungnamönnum.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus8:49 e.h.

    Þetta verður skemmtilegt hjá ykkur og margt að skoða.

    Bezta kaffi sem ég hef smakkað var á Ítalíu, betra en bjórinn ;)

    SvaraEyða