miðvikudagur, júní 27

Smiður og raddlaus söngvari

Í gær hóf ég störf á smíðaverkstæði. Þar ætla ég að starfa næstu 4 - 5 vikurnar. Eftir tvo daga hef ég ekkert smíðað. Ég hef verið við gamalkunna iðju. Ég er búinn að mála og mála og mála. Það er fínt - ég kann það mjög vel.

Ég verð að spila á morgun og á föstudaginn á Kaffi Krús á Selfossi og á laugardaginn í veislu í sveitinni. Ég á ennþá eftir að endurheimta röddina sem ég tapaði enn einu sinni um síðustu helgi. Nú verð ég að fara að gera eitthvað í málunum. Heitt vatn, engiferrót, hungang og kamfórudropar gera sitt en það nægir ekki. Ég er í slæmum málum ef þetta raddleysi verður viðvarandi.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus12:03 e.h.

    Kalli minn! Það eru hagleiksmenn í þinni fjölskyldu (NB.föður) og líklega fleiri smiðir á tré og járn en málarar. Þú hlýtur að hafa þetta í þér :)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus5:33 e.h.

    Ég get borið vitni um það að hæfileiki til smíða er ekki ættgengur! kveðja KJ

    SvaraEyða