Nýr liður á dagskrá handa Heiðrúnunum sem alltaf lesa bloggið mitt og hinum Skagamönnunum sem kíkja hingað inn. Það var hópur af Skagastelpum á ballinu með Bleki og byttum í Úthlíð um síðustu helgi. Tvær þeirra kannast ég aðeins við. Önnur þeirra var í Grundó fyrsta veturinn sem ég var að kenna þar, en sú sem hér verður fyrir því að um nafn hennar er spurt var búin með Grundó þá. En lengi vel sáumst við næstum daglega, ekki vegna þess að ég hafi verslað svo oft í sjoppunni þar sem hún vann, heldur af því að hún vandi um langan tíma komur sínar í húsið sem stendur beint á móti gamla húsinu mínu á Akranesi. Hver er þessi stúlka?
Gæti trúað að þetta væri önnur systranna Hauks?
SvaraEyðaÞað held ég ekki. Hvað heita þær annars?
SvaraEyðaEkki veit ég svarið. Hélt það hefði búið eldra fólk í húsinu á móti ykkur sem voru ekki með nein börn.
SvaraEyðaBið að heilsa Grétu:)
Kveðja
Christel
Jú jú jú. Tveir unglingsstrákar voru eftir þar heima og sá eldri átti þessa stúlku fyrir unnustu.
SvaraEyðaSmá vísbending:
Það þekkja stúlkuna flestir Skagamenn og þeir eru afar stoltir af henni.
Og það mun vera Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir. Sundstoltið okkar Skagamanna. Ég var föst í frúnni er bjó þar áður og er amma þeirra Haukssystra.
SvaraEyðaRétt.
SvaraEyða