fimmtudagur, júní 7

Gigg á heimaslóðum

Ég lék og söng fyrir gesti Kjallarans í síðustu viku. Þessi mynd er tekin þar af henni Rögnu Manga Ragg. Hún er vertinn í Kjallarnum og ég fann þess mynd á blogginu hennar. Þetta var fínt kvöld. Það var talsverð ölvun og þá er er nú alltaf erfitt að finna réttu blönduna ofan í fólkið. En þetta tókst bara vel og stemmningin síðasta hálftímann var algjörlega frábær - þökk sé heiðursstuðboltum úr Víkinni sem smituðu frá sér með söng og sannri gleði.

Það má segja að giggið í Kjallaranum hafi verið upphaf á törn sem verður í þessum mánuði. Ég er búinn að bóka slatta næstu helgar. Ég ætla að bjóða unnustunni með mér og hinu fólkinu í Skálholtskórnum til Ítalíu í sumar. Það þarf að skrapa saman fyrir því með öllum tiltækum ráðum. Það eru afmæli og brúðkaupsveislur, venjuleg pöbbakvöld, stjórn fjöldasöngs, trall í tilefni af þjóðhátíðardeginum, íslensk rútubílalög fyrir útlenda bissnesskarla, niðjamót og ball með Bleki og byttum. Swing ding!

3 ummæli:

  1. Nafnlaus1:31 e.h.

    Vá!! Þarf ég að fara að panta tíma til að koma í heimsókn?

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus8:21 f.h.

    Sæll Kalli.

    Hvernig væri nú að koma og spila á Norðurlandi. Grenivík er inn þessa dagana.

    Kv.
    Valdi Víðis

    SvaraEyða
  3. Þú reddar því bara og ég lofa þér einu eða tveimur RB-lögum í staðinn!

    SvaraEyða