Það eru náttúrulega ýmsar leiðir til að komast að niðurstöðu um það hvar X-ið fari á kjörseðilinn. Ég tók svona pínulítið próf á Netinu: http://xhvad.bifrost.is/. Ég var nú samt alveg búinn að ákveða mig og niðurstaðan kemur mér ekkert á óvart. Hún er svona:
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 12.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 10%
Stuðningur við Samfylkinguna: 12.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 4%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 30%
Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs!
Það eru miklar pælingar og ábendingar í gangi á Moggabloggi um þessa könnun sem ég tók þátt í. Ungi sjálfstæðismaðurinn Borgar Þór bloggar á borgar.blog.is og Þrymur heitir maður sem er bloggvinur næstum allra moggabloggara, hann bendir líka á nokkrar skemmtilegar staðreyndir varðandi þessa könnun. Orra, orkovan.blog.is, grunar að Skagamaðurinn Eiríkur (Er hann ekki bróðir Steina sem spilaði á básúnu í denn?) hafi eitthvað komið nálægt hönnun þessarar könnunar. Hann er ungkrati.
SvaraEyðaHeyrðu, þetta reddar algjörlega þessu óákveðna fólki, þetta hefði ég þurft að hafa fyrr á árum.
SvaraEyðaÉg náði þó ekki nema 68% !!