þriðjudagur, maí 22

Tónleikar og tengsl

Við Hákon brugðum okkur á tónleika. Drengjakór frá Niðarósi hélt alveg magnaða tónleika í Skálholtskirku í kvöld. Þetta var svakalega góður kór skipaður drengjum frá á að giska níu ára aldri og þeir elstu eru líklega um sextugt.

Ég hef ekki séð á fótboltasíðunum hvaða boltasparkari var leikmaður síðustu umferðar í boltanum svo ekki get ég tengt hann við Víkina strax. Hins vegar munu tengsl okkar Bolvíkinga inn í ríkisstjórn landsins aukast verulega á morgun. Það er ljóst.

7 ummæli:

  1. Nafnlaus11:41 e.h.

    Við hljótum að geta tengt okkur við Niðarós ef nógu langt er farið aftur?? Og ríkisstjórnin, kostgangari okkar orðinn ráðherra.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:09 f.h.

    Bolvíkingar finnast á ótrúlegustu stöðum;o)

    Hvað voru eiginlega margir Bolvíkingar starfandi við Grundaskóla þegar að við vorum þar?

    Heiðrún

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus2:54 e.h.

    Það þarf sérstaka færslu um þau tengsl. Hún er væntanleg!

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus2:54 e.h.

    Það þarf sérstaka færslu um þau tengsl. Hún er væntanleg!

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus5:46 e.h.

    Var ekki Arnar Grétarsson hjá Breiðarbliki maður síðustu umferðar?

    SvaraEyða
  6. Var það?
    Ég get sjálfsagt tengt hann við Bolungavík.

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus6:51 e.h.

    Arnar Grétarsson, hver er það??

    SvaraEyða