
Það er komið að árlegri spá. Nú veit ég nánast ekkert um hvernig liðin standa. Ég þarf meira að segja að fletta því upp hvaða lið eru í deildinni. En ég spái samt.
1. KR
2. FH
3. Valur
4. Fram
5. Keflavík
6. Fylkir
7. ÍA
8. Breiðablik
9. Víkingur
10. HK
Það á eftir að muna mikið um nýju leikmennina hjá KR og þeir munu falla vel inn í liðið. Þeir munu tryggja sér titilinn fyrir síðustu umferðina. Keflvíkingarnir verða ekki eins góðir og þeir hafa verið undanfarin ár, Skagamenn og Framarar, sem verða spútnikliðið, verða góðir í seinni umferðinni. HK fær innan við 15 stig og fellur. Bestu menn mótsins verða Atli í KR, Bjarni í ÍA, Pálmi Rafn í Val og hafsentarnir í Fram.
Hvað segir Kristján Jóns við þessu?
Þú verður að skella þér á leik með Kára í 3. deildinni í sumar. Ég, Trausti og Gummi Ingi ætlum að reyna að spila með þeim í sumar, erum að fara á okkar fyrstu æfingu á eftir. Kári er meira að segja með BÍ/Bolungarvík í riðli.
SvaraEyðaGO Kári :D
Ég held að FH taki þetta fjórða árið í röð. KR á auðvitað möguleika ef pússlið gengur upp en FH er líka búið að styrkja sig talsvert og þurfti ekki á því að halda. Ég sé að þú ert ekki of bjartsýnn fyrir hönd Skagamanna. Kj
SvaraEyða