mánudagur, maí 7

Hver er Víkarinn?

Já, ég hitti Víkara síðastliðinn föstudag. Það var í hádeginu. Ég, grunnskólakennarinn, var að koma úr vinnunni. Hann, háskólaneminn, var að koma úr tíma.
(Þessi vísbending segir nú mest. En ég gef svolítið meira uppi í þeirri von að þátttakan í leiknum verði góð.)

Víkari þessi er úr elsta árgangi þeirra bolvísku barna sem voru nemendur mínir í Grunnskóla Bolungavíkur. Þá var nú talsverð fyrirferð í honum. Ég man að það kom mér mjög á óvart, því hann á kyn til annars.

4 ummæli:

  1. Nafnlaus11:01 e.h.

    Ég hef ekki hugmynd um hvaða árgangi þú varst að kenna í Víkinni, þannig ég veit ekki svarið. Þú mátt koma með örlitla vísbendingu svo að ég geti tekið þátt.

    SvaraEyða
  2. Var ekki elsti árgangurinn sem þú kenndir á sokkabandsárunum í víkinni fæddur árið 1982.?, árgangur systur minnar hennar Önnu Jakobínu.
    ..Þá gæti þetta til dæmis verið Magnús sonur Einars Jónatans

    SvaraEyða
  3. Magnús Már er ári eldri en Anna Bína. Ég er ekki að spyrja um hann en Víkarinn sem ég spyr um er jafnaldri hans. Ég kenndi honum tónmennt hálfan veturinn, 1994.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus5:59 e.h.

    Ég giska á Ragga frænda minn Sveinbjörnsson.

    SvaraEyða