þriðjudagur, maí 8

Hver er Víkarinn? (2. vísbending)

Það eru miklar upplýsingar í fyrstu vísbendingunni því þar kemur fram að ég hafi um leið og ég fór úr vinnunni síðastliðinn föstudag hitt þennan Bolvíking þar sem hann var að koma úr tíma í háskólanum þar sem hann er nemandi. Það eru nú ekki margir háskólar hérna í sveitnni. Það þarft bara að finna út úr því hver þessi háskóli er því mér vitanlega eru ekki aðrir Bolvíkingar í þeim skóla núna. En nokkrir Bolvíkingar hafa numið þar í gegnum tíðina. Þeirra á meðal er fólk með þessar skammstafanir FH, EK HMS, SA og frændur mínir, bræðurnir JA og RA.

4 ummæli:

  1. Nafnlaus8:27 e.h.

    Þetta er Stefanía Sigurðardóttir.

    SvaraEyða
  2. Já, auðvitað er þetta hún, nemandi Íþróttaskorar Kennaraháskóla Íslands að Laugarvatni.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus8:05 e.h.

    Er alltaf að bíða eftir spurningunni "Hver er Hnífsdælingurinn?" Ég held nefnilega að ég myndi standa mig betur í henni en hver er víkarinn þó ég þekki nú eitthvað til þar.

    kv
    Kaupfélagstjórinn Hannibal

    SvaraEyða
  4. Þú verður að benda Kristjáni Frey á þetta. Hann er einhver latasti bloggari í heiminum í dag. Þetta kæmi honum kannski af stað.

    SvaraEyða