laugardagur, mars 24

Tónlistargetraun

Nú er orðið svolítið langt síðan síðast var birt hér tónlistargetraun. Það er svo erfitt að semja þær nú á tímum Google. Textagetraunin sem ég hef stundum gert er getraunaleikur sem mér þætti skemmtilegt að glíma við. En það er svo ofboðslega létt að gúgla til að finna svarið við þeim. En eitthvað hlýt ég að getað hannað annað!

Hvað með þetta:

Flestir Íslendingar þekkja perlurnar hans Magnúsar Eiríkssonar. Ein þeirra er útgáfan hans af Djáknanum á Myrká, Garún. Alveg frábærlega vel samið lag hjá honum, eins og hans er vandi. Frumútgáfu þessa lags, á plötu Mannakorna, Í gegnum tíðina frá árinu 1976, er líka algjörlega mögnuð. Stórkostlegt samspil hljóðfæraleikaranna. Þeir Magnús og Pálmi syngja þetta saman. En svo kemur þriðji söngvarinn við sögu í talkaflanum og talar drungalegri og dimmri röddu um dauða manninn sem hesti ríður. Ég hélt alltaf að þetta væri rödd Magnúsar en svo las ég á umslaginu að þetta væri rödd annars söngvara. Og þegar maður veit það þá heyrir maður það lika greinilega. Ég minnist þess ekki að þessi söngvari hafi komið við sögu Mannakorna nema bara í þessu eina lagi.

Hver er hann?
(Bannað að kíkja á umslagið. En gerið það fyrir mig að vera óhrædd að koma með tilgátur hér á athugasemdakerfinu. Ef það kemur ekki rétt svar fljótlega ætla ég að semja vísbendingu - þær eru svo skemmtilegar!)

12 ummæli:

  1. Nafnlaus11:29 f.h.

    Var þetta Bo?

    Kv,

    Orri.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:17 f.h.

    Þorvaldur Halldórsson...:) Hef ekki hugmynd um þetta, en er að reyna að sýna lit og vera með.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus9:57 f.h.

    ég hef heldur ekki hugmynd um þetta en ég ætla að skjóta á Skapta Ólafsson.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus12:12 e.h.

    Jónas R?

    SvaraEyða
  5. Valgeir Guðjónsson eða Flosi Ólafsson. Heyri þetta alveg fyrir mér.!

    SvaraEyða
  6. Takk fyrir að vera dugleg að skjóta á rétt svar.
    Það er þó enn ókomið.
    Nú má fólk skjóta aftur.

    Vísbending:
    Gummi segist heyra þetta fyrir sér. Þetta er nefnilega rosalega flottur effekt sem kemur með þessari rödd. Valið á henni er alveg fullkomið. Ég held samt að hún komi úr óvæntum barka. Mér hefði alla vega aldrei dottið þessi maður í hug til að koma með þennan lit í lagið. Hann var vinsæll poppari 1976 og hafði verið í nokkur ár á undan, og lengi á eftir líka.

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus5:33 e.h.

    Pétur W. Kristjánsson?

    SvaraEyða
  8. Bingó!!!!!
    Elmar. Góður.
    Svindlaðirðu nokkuð?

    SvaraEyða
  9. Nafnlaus6:19 e.h.

    Nei ég get sagt það með hreinni samvisku að ég svindlaði ekki. Pétur var náttúrlega aðal kallinn á þessum árum, þess vegna skaut ég á hann.

    SvaraEyða
  10. Nafnlaus11:55 e.h.

    Var of seinn að svara en kem með spurningu í staðinn. Sá sem hannaði plötuhulstrið á "Í gegnum tíðina" heitir Kristján Kristjánsson og sá hannaði einnig hulstrið á Megas plötunni "Á bleikum náttkjólum". Þar leika tvær gínur stórt hlutverk. Hvað heita þessar gínur?

    SvaraEyða
  11. Hannes, má kíkja á umslagið?

    SvaraEyða