Kórbúðir er ekki gata í Grafarholti. Kórbúðir er það kallað sem Hákon er að upplifa í fyrsta sinn þessa stundina. Þannig er að hann er í æfingabúðum með kórnum. Þau fóru með rútu strax eftir skóla í gær og gistu í nótt. Svo koma þau um hádegið aftur, vel æfð náttúrulega. Það er líf og fjör í sveitinni.
Ég hef farið í kórbúðir og líka oft í band-camp. Það er ÓTRÚLEGA skemmtilegt!!! ;o)
SvaraEyða