sunnudagur, mars 18

Hver er Víkarinn?

Var að koma frá því að skemmta upp í sveit. Þar hitti ég Bolvíkinga.

Nú spyr ég ykkur: Hvaða Víkara hitti ég?

1. Vísbending.
Þetta var drengur, talsvert yngri en ég, og foreldrar hans báðir. Feðgarnir eru miklir söngmenn, ákaflega samrýmdir, syngja bassa. Drengurinn er yngstur fjögurra systkina. Hin systkinin þekki ég öll betur en hann. Móðir drengsins á margt skyldmenna í Bolungavík. En ætli hún verði nú samt ekki að teljast vera frá Ísafirði? Mér þótti mjög skemmtilegt að hitta þetta fólk, enda var ég heimagangur á heimili þess þegar ég var púki. Ég hef meira að segja, á þessum vettvangi, sagt frá plötum sem til voru á heimili þess og höfðu mikil áhrif á mig. Í kvöld sungum við mörg lög af plötum úr þessu góða plötusafni.

3 ummæli:

  1. Þetta getur ekki verið neinn annar en Guðmundur Pétursson, sonur Péturs læknis og Margrétar. Þ.e.a.s ef brottfluttir bolvíkingar eru taldir með.! Þetta var ekki auðveld getraun, þú varst heimagangur á hverju heimili frá höfðastíg að ófæru, komu þannig margir til greina.;-)

    Kv.
    Gummi

    SvaraEyða
  2. Þetta er eiginlega allt rétt hjá þér Gummi, fyrir utan nafnið á honum Hálfdáni Péturssyni.

    SvaraEyða
  3. Auðvitað heitir maðurinn Hálfdán, verður 25 ára gamall á árinu ef ég man rétt.

    En annars er auðvelt að rugla þessum tveimur nöfnum saman, Guðmundur og Hálfdán þar sem einungis er blæbrigðamunur í framburði.

    SvaraEyða