sunnudagur, mars 18

Fullur framsóknarmaður

Það var maður í veislunni þar sem ég var að skemmta í gær sem vildi endilega tala við mig um Framsóknarflokkinn. Með tárin í augunum sagði hann mér að fylgið væri komið niður í 6%. Það fannst honum óskiljanlegt. „Hugsaðu þér," sagði hann, „þessi flokkur. Árið 1971 þegar allt var að fara til andskotans í þessu landi þá kom Framsóknarflokkurinn og reisti þjóðina úr rústum. Árið 1995 kom hann svo aftur og bjargaði okkur."

Sem betur fór var maður þessi svo ölvaður að ég komst upp með að ræða þetta ekkert frekar við hann.

2 ummæli:

  1. Þetta hefur örugglega allt verið vel meint hjá framsóknarmönnum í gegnum tíðina, nemakannski undanfarin 12 ár eftir að Finnur Ingólfsson og co tóku tögl og haldir í sínar hendur innan flokksins. Síðan þá hafa bjarghringir framsóknar verið gerðir úr blýyi en þeim samt kastað um allan sjó.

    En flokkurinn með mann eins og Gumma Björnss hlýtur að rétta úr kútnum.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:00 f.h.

    Vonandi var þetta ekki Víkari :)

    SvaraEyða