sunnudagur, febrúar 18

Eurovision-lagið


Ég les í lófa þínum
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Texti: Kristján Hreinsson

Ég les í lófa þínum leyndarmálið góða. gm - F
Ég veit það nú, ég veit og skil Eb - D
Það er svoi ótalmargt sem ætla ég að bjóða gm - F
Já, betra líf með ást og yl. Eb - D

Viðlag:

Í lófa þínum les ég það gm - cm7
að lífið geti kennt mér að. F - Bb
Ég fæ aldrei nóg. Eb - cm7
Ég vil fara frjáls með þér og fljúga yfir land og sjó. D - D7
Ég ætla að fara alla leið gm - cm7
með ást á móti sorg og neyð. F - Bb
Ég fæ aldrei nóg. Eb - cm7
Ég vil fara frjáls með þér og fljúga yfir land og sjó. D D7

Það er svo augljóst nú að allir draumar rætast.
Við höldum frjáls um höf og lönd.
Um lífið leikum við og lófar okkar mætast.
Þá leiðumst við, já, hönd í hönd.

Viðlag

sóló (í viðlagshljómaganginum)

Viðlag

3 ummæli:

  1. Þegar maður spilar á pöbbum verður maður að vera reiðubúinn að spila svona lög ef beðið verður um þau. Þessi hljómagangur gengur upp á kassagítarinn. Reyndar er bassinn ekki alltaf að spila grunntóna í viðlaginu. Þið skoðið það sem ráðið við að spila ákveðinn hljóm með öðrum bassahljómi. HInrik Þór og Biggi og aðrir gítarspilarar sem lesa síðuna mega að sjálsögðu benda á rangfærslur eða betrumbæta hljómasetninguna mína.

    SvaraEyða
  2. Þetta eru nú bara réttir hljómar, svei mér þá ;). Gef grænt ljós á þetta.

    kv.,
    Sveinn Rúnar

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus12:33 f.h.

    Flott að fá hljómana á silfurfati. Getur verið að D - D7 hljómarnir í viðlaginu séu frekar Am7b5 (AmollSjöund með lækkaðri fimmund) - D. ? Fannst það bara týpískur Svenni að nota svoleiðis þarna.

    SvaraEyða