laugardagur, janúar 20

Kynþokkinn í Koti

Maður sem ég þekki, og sumir lesenda síðunnar þekkja líka, hefur síðustu misseri gert út á fáránleika í klæðaburði sem og í hár- og skeggvexti og fíflagang í framkomu. Hann ekur um að gömlum og ljótum jepplingi, sést á götum höfðuborgarinnar í rifnum ljósbláum eða bleikum joggingbuxum sem hann girðir ofan í litaða ullarsokkana, þröngum prónapeysum í sauðalitunum (einnig rifnum), sem hann hefur líklega fengið úr fataskáp afa síns, og bombsum. Mér hefur fundist hann hálfhallærislegur til fara þegar ég hef hitt upp á síðkastið og jafnvel hlægilegur. En konurnar eru annarrar skoðunar. Hann var tilnefndur í gær, á sjálfan bóndadaginn, í árlegri kosningu Rásar 2 á kynþokkafyllsta karli landsins og var svo sérstaklega nefndur til sögunnar af dómnefnd sem skipuð var fjórum íslenskum konum sem tákngervingur hins karlmannlega íslenska kynþokka.

5 ummæli:

  1. Nafnlaus11:30 e.h.

    Og hver er þetta?

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus1:58 f.h.

    Ég líka, hver er þetta?

    SvaraEyða
  3. Akranesdeildin þekkir þennan.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus12:43 e.h.

    Þessi lýsing varðandi ullarsokkana og skótauið passaði glettilega við ungan mann sem ég þekkti og stundaði nám á Akranesi í den.

    SvaraEyða
  5. He, he, það tók mig smá tíma að átta mig á þessum, en það var nú einungis vegna þess að ég las ekki fyrirsögnina;o)

    SvaraEyða