laugardagur, janúar 20

Júróvísjón

Mér finnst gott hjá Sjónvarpinu að hafa undankeppni fyrir Júróvísjón. Þetta getur verið skemmtilegt sjónvarpsefni. En lögin þóttu mér slök þetta fyrsta undanúrslitakvöld. Svo slök að að þetta náði því ekki að verða skemmtilegt sjónvarpsefni. En samt... lagið hans Þormars Ingimarssonar þótti mér ágætt og það var lang, lang, langbesti flutningur kvöldsins. Söngsándið var eitthvað slakt í kvöld, sérstaklega á Hreimi þegar hann söng. Ef ég verð heima við næstu laugardagskvöld ætla ég að fylgjast með þessu. Vonandi verður þetta betra næst.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus11:32 e.h.

    Við Örvar vorum einmitt að hugsa hvað lögin voru alveg afskaplega slök í kvöld. Hefur þú hugsað um það hvernig lögin voru sem var vísað frá keppni???

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:02 f.h.

    ég var um það bil að fara að skjóta mig þegar ég náði að skipta um stöð. hrútleiðinlegt.
    kv

    SvaraEyða