Húsið þeirra Pálma Karvels og Steinu Hrauna á Vitastíg er svo glæsilegt að maður áttar sig ekki á því hversu gamalt það er. Mér skilst að það hafi í lengri tíma verið eina húsið þetta ofarlega í bænum. Móðuramma mömmu, Anna Skarphéðinsdóttir, (langamma Önnu Svandísar og Baldurs Smára svo einhverjir séu nefndir) átti það hús um tíma. Það heitir einhverju flottu nafni sem er aldrei notað um það, gott ef það var ekki hreinlega Vinaminni. Þetta hús stendur á afskaplega lítið áberandi stað. Það blasir alls ekki við manni. Sem er hálfgerð synd, því þau Pálmi og Steina hafa virkilega vel staðið að öllum þeim endurbótum sem þau hafa gert á því á síðustu árum.
Ekki Anna Sigríður, bara Anna.
SvaraEyðaSteina og Pálmi byggðu við húsið, ömmu hús var bara efri hlutinn þar sem reynitréð stóð fyrir framan (gróðursett 1935). Amma keypti húsið af Guðrúnu Valdimarsdóttur ljósmóður (hún var systir Hannibals)áður áttu heima í húsinu Benedikta móðir Gumma Bakk og Hallfríður ljósmóðir sem er amma Helgu Völu og þar hefurðu það :)
Ekki meiri fróðleikur að sinni.
Jú eitt, þegar ég var stelpa var ekki farið til ömmu nema fyrir allan daginn því hún bjó svo óralangt í burtu, ég bjó niður á Mölum en hún uppi á Holtum !!
SvaraEyðaÉg verð að leiðrétta þetta með nafnið. En þær Anna Sigga Vald. og Anna Þorkels heita báðar Sigríður, eða hvað?
SvaraEyðaStórglæsilegur kofi hjá þeim í vinaminni og nýja risið gerir gott betra.
SvaraEyðaKv. Karvel Pálmasonar Karvelsonar Pálmasonar hinn yngri
Mikið rétt hjá þér þær heita báðar Anna Sigríður, hjá Þorkels er það Sigríður fósturmóðir Bjarna Jóns Hjaltalín en Valdimars er það Sirrý systir Önnu Jónu. Svo er Anna Einars bara Anna.
SvaraEyðaOg húsið hét Vinaminni
Takk Kalli fyrir góð orð um húsið okkar - Vinaminni-. kv. Steina Hraunbergs
SvaraEyða