Ég fékk símtal í síðustu viku frá vini mínum í Danmörku. Hann hafði áform um að koma til Íslands. Honum datt það svona í hug að skreppa með fjölskyldunni. Mér tókst að fá undir þau sumarbústað frá KÍ hérna í næstu sveit. Svo hringdi hann daginn eftir og hafði þá ekki náð að koma málum þannig fyrir heima að þau kæmust í frí til Íslands. En ég hafði leigt bústaðinn.
Þannig atvikaðist það að við dvöldum í sumarbústað hérna í bæjarhlaðinu heima hjá okkur yfir helgina. Svo var náttúrulega full dagskrá hjá okkur og við skruppum heim til að afgreiða myndir í Aratungu og spila undir hjá Kammerkórnum og um kvöldið upp að Geysi til að skemmta.
Bensi og Hekla voru með okkur um helgina.
Það hlaut að vera, ekkert lífsmark frá ykkur um helgina.
SvaraEyða