fimmtudagur, nóvember 30

Bolvísk tónlistragetraun #3

Ég var nú að vonast eftir meiri þátttöku í þessum lið á síðunni, þar sem ég veit af mörgum Víkurum í lesendahópnum. En það er svona. Ég er þó ekki búinn að gefast upp á að gera skemmtun úr þessari getraun.

Svarið við síðustu getraun er Fram í heiðanna ró.

Nú kemur spurning sem á nú ekki við þessi fyrstu ár pöbbareksturs í Víkinni heldur á hún frekar við síðari tíma, þá tíma þegar Reynir frændi minn Ragnarsson var vert í Félagsheimilinu. Reynir á sér nefnilega uppáhaldslag. Það virkar alltaf á böllum. Hann varð hressari en ella ef við höfðum lagið hans með á efnisskránni. Ef rétt svar við spurningunni verður ekki komið í kvöld ætla ég að kommenta vísbendingu. Nú er spurt:

Hvert er þetta uppáhaldslag Reynis Ragnars?

9 ummæli:

  1. Nafnlaus7:00 e.h.

    ég ætla að skjóta út í loftið, bara til þess að vera með.

    Ef það er íslenskt: Týnda kynslóðin

    Ef það er erlent: Paradise by the dashboard light

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus7:26 e.h.

    Ég get því miður ekki verið með, þar sem ég var ekki komin með aldur þegar þú varst alltaf að spila.

    SvaraEyða
  3. traustu vinur. það hefði ég haldið

    SvaraEyða
  4. Vísbendingar.

    Lagið erlent.

    Þetta er mikið stuðlag.

    Í texta þess koma orðin „hey hey hey" fyrir.

    Af nafni hljómsveitarinnar sem gaf það út á plötu fyrst mætti ætla að hér væri um að ræða íslenskt fjármálafyrirtæki sem starfar „globalt".

    Platan var til í plötusafni föður míns
    (það segir ykkur nokkuð um útgáfutímann- hann hefur ekki keypt sér rokkplötu í 35 ár).

    SvaraEyða
  5. Það þarf greinilega fleiri vísbendingar.
    Tvö orð, eitt úr nafni hljómsveitarinnar og hitt úr nafni lagsins:

    Group og runnin

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus12:03 f.h.

    Spencer Davis Group og „Keep on running“ auðvitað!!

    SvaraEyða
  7. Þarna kom það loksins!
    Góður!

    SvaraEyða
  8. Nafnlaus7:24 e.h.

    ég var einmitt með þetta lag í huga, hafði bara ekki hugmynd um hver flutti eða nafnið á laginu.

    SvaraEyða