Jæja, mikil músíkhelgi að líða. Blek og byttur spiluðu á balli í Reykjavík á föstudagskvöldið. Á undan lékum við okkur aðeins með dinner-harmóníkukalli. Laugardagskvöldið var ég svo að spila dinnertónlist á Geysi og að loknu borðhaldinu að spila svona dæmigert pöbbastöff. Það var heldur langt úthaldið í gærkvöldi. Mig verkjar í fingurna. En ég var svo séður að ráða mér aðstoðarmann í sönginn í pöbbaprógramminu. Þannig að ég tapaði nú ekki röddinni.
Ég hef verið að spá í að gera mér ferð vestur og spila á Ísafirði. Þar er svona staður sem mér er velkomið að spila á. Það eru liðin mörg ár síðan ég spilaði þar. Ætlarðu að mæta?
Móðir mín var ásamt manni sínum að snæða á Geysi og sá þig spila. Hún hringdi í mig í banastuði og hélt símanum uppí loft eins og gert er á stórtónleikum svo ég gæti notið stemningarinnar með henni. Þetta var rosa flott og gaman að heyra kunnuglega röddina. Við kannski reddum live internet link næst. Móðir var hás í morgun og ekki hátt á henni risið.
SvaraEyðaÉg skal gera mér ferð vestur til að hlusta á þig spila.
SvaraEyða