miðvikudagur, október 4

Nýr meðlimur

Ég var að ganga í Tónmenntakennarafélagið. Ég var að kynna nýja diskinn á aðalfundi félagsins og skráði mig í félagið í leiðinni. Það er um að gera að koma sér í samband við fólkið í faginu sem hefur meiri reynslu á þessu sviði en ég. Kynningunni var ágætlega tekið. Ég vona að hún verði til þess að hreyfa við einhverjum og þeir fari að fást óhræddir við upptökur í starfi sínu í skólunum.

4 ummæli:

  1. Þú hefur þá ekki skráð mig úr því í leiðinni? ;o)

    En frábært að þú skráðir þig....ég þarf að gera slíkt hið sama hérna úti í Danmörku!!

    Ertu að kenna 1. bekk og upp úr eða?

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus6:43 e.h.

    Á leikskólanum hennar Andreu er alveg frábær tónmenntakennari. Hún var t.d. að sýna okkur foreldrunum fullt af trommum sem að hún keypti í Hljóðfærahúsinu, algjör snilld. Tromma sem myndar sjávarhljóð, draugahljóð og fleira.
    Mér finnst alveg frábært að það sé komin kennsla í leikskólana, þau eru meiri að segja í kór síðasta árið sitt á leikskólanum.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus9:07 e.h.

    Sæll Kalli, Ég er nú bara að kvitta fyrir mig, kem hér nokkuð reglulega og les skemmtilegu færslurnar þínar.
    Afmæli í Grundaskóla í gær og mikið fjör og mikið gaman.

    Bestu kveðjur

    SvaraEyða