sunnudagur, október 1

Hljómsveitanöfn aftur

Mér hefur ekki tekist að stinga upp á brilljant hljómsveitarnafni þegar ég hef tekið þátt í að finna nafn á hljómsveit. En ég hef samt verið í Abbababb og Bleki & byttum og það þykja mér flott hljómsveitanöfn og ákaflega mikið við hæfi. Það var Keli í Túnfæti sem á nafnið Blek & byttur. Hann var trommari í rakkbandinu Gaddavír þegar hann var ungur maður. Svo þegar mikið magn af smygluðum pólskum vodka fór í umferð á börum Reykjavíkur og var kallaður Gaddavír fékk hljómsveitin ekki að spila í Klúbbnum nema hún myndi skipta um nafn. Það mátti ekki bendla staðinn við smyglvarninginn! Eftir það hét bandið Moldrok. Þá var auglýst í blöðunum: „Moldrok þyrlast upp í Klúbbnum!" Þetta eru góð nöfn. Það var Einar Viðars sem fann Abbababb nafnið í Slangurorðabókinni. Ég held að það sé fyrsta orðið í þeirri merku bók.

2 ummæli:

  1. Einnig skemmtilega sagan af því þegar þulan í útvarpinu vildi ekki tilkynna nafn á hljómsveit þegar auglýsa átti dansleik. Í staðinn fyrir að bera fram nafnið á hljómsveitinni sem var frekar klúrt sagið hún eftirfarandi: Hljómsveitin Handrið leikur fyrir dansi í kvöld!!

    SvaraEyða